
Íslensku strákarnir í U19 ára landsliðinu töpuði fyrir Þjóðverjum í leik um 9.sætið á heimsmeistaramótinu í Georgíu, lokatölur 26-37 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 14-21 Þjóðverjum í vil. Þjóðverjar voru sterkari allan tímann og íslensku strákarnir höfðu ekki orku til að ógna þeim að ráði. Það er því hlutskipti liðsins að hafna í 10. sæti á heimsmeistaramótinu, þeir unnu fjimm leiki og töpuðu tveimur.