Riðlakeppni heimsmeistaramóts U-21 landsliða lauk nú í kvöld.

Nú þegar öllum leikjum er lokið er ljóst að Ísland mætir Túnis í 16. liða úrslitum.

IHF hefur gefið út endanlega stöðu eftir riðlakeppnina.

Ísland endaði í 2. sæti D-riðils og mætir liðinu sem endaði í 3. sæti í C-riðli, en í því sæti endaði Túnis.

Leikur Íslands og Túnis fer fram í Harcha Hocine höllinni kl 13:00 á miðvikudaginn 26.7.