3. stig –  Þjálfun meistaraflokks/afreksþjálfun

Námið kemur inn á alla þá þætti sem skipta máli í meistaraflokksþjálfun, ítarlega er farið í hvern þátt og lagt upp úr því að vera með hæfa fyrirlesara.
Inntökuskilyrði: Lágmarksaldur 25 ára, skulu hafa lokið 2. stigi hjá HSÍ og ÍSÍ.

Uppbygging náms: Námið skiptist í almennan hluta (33,3%) og sérgreinahluta (66,7%). Námskeiðið er 120 kennslustundir, 40 í almenna hlutanum og 80 í sérgreinahlutanum. ÍSÍ sér um almenna hlutann í sínu fjarnámi og þurfa þjálfarar að klára það nám til að teljast hafa lokið 3. stigi.

Nánari upplýsingar um ÍSÍ námið og kostnað þar má finna HÉR.

Fyrirlestrar og verkefni á 3. stigi:

Leikskilningur
Leikskipulag 6-0 sókn
Leikskipulag 6-0 vörn
Leikskipulag framliggjandi varnir
Sóknarleikur gegn framliggjandi vörnum
Hraðaupphlaup
Yfirtala
Undirtala sókn
Undirtala vörn
Sérþjálfun leikmanna
Tól og tæki þjálfarans – Sideline Organizer
Leikgreiningar
Hæfileikamótun
Nýjungar í sóknarleik
7 á 6 vörn og sókn
Leikskipulag 5-1 vörn
Æfingar fyrir 5-1 vörn
Leikskipulag sókn á móti 5-1
Þolþjálfun með bolta
Krísuviðbrögð
Markmannsþjálfun
Meiðslafyrirbyggjandi
Styrktarþjálfun
Hlaupaþjálfun
5 uppáhalds sóknaræfingarnar mínar
Leikreglur og dómarar
Fjölmiðlar

Ársplan
Heimsókn til liðs