3. stig –  Þjálfun meistaraflokks/afreksþjálfun

Á 3. stigi er meistaraflokksþjálfun viðfangsefnið. Námið kemur inn á alla þá þætti sem skipta máli í meistaraflokksþjálfun, ítarlega er farið í hvern þátt og lagt upp úr því að vera með hæfa fyrirlesara.

Inntökuskilyrði: Lágmarksaldur 25 ár og þjálfarar þurfa að hafa lokið 2. stigi hjá HSÍ og ÍSÍ eða sambærilegri menntun.

Uppbygging náms: Námið skiptist í almennan hluta (33,3%) og sérgreinahluta (66,7%). Námskeiðið er 120 kennslustundir, 40 í almenna hlutanum og 80 í sérgreinahlutanum.  Almenni hlutinn er tekinn í fjarnámi hjá ÍSÍ og sérgreinahlutinn er tekinn hér.

Skipulag: Námið er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur. Vorönn, sumarönn og haustönn.

3. stig er undanfari EHF – Mastercoach stigsins.

Námsáætlun:

Leikskilningur (Einar A. Einarsson, Guðmundur H. Pálsson og Sigursteinn Arndal)
Leikskipulag 6-0 vörn (Stefán Árnason) – 6-0 vörn Svía (Guðfinnur Arnar Kristmannsson)
Leikskipulag 6-0 sókn (Jónatan Magnússon)
Leikskipulag framl. varnir (Einar A. Einarsson, Guðmundur H. Pálsson og Sigursteinn Arndal)
Leikskipulag 5-1 vörn (spænk) (Aðalsteinn Eyjólfsson)
Sóknarleikur gegn framl. varnarleik (Einar A. Einarsson, Guðmundur H. Pálsson og Sigursteinn Arndal) 
Sóknarleikur á móti aggressívari 6-0 vörn (Aton Rúnarsson)
Hraðar sóknir (Snorri Steinn Guðjónsson)
Yfirtala (Einar A. Einarsson, Ásbjörn Friðriksson, Guðmundur H. Pálsson og Sigursteinn Arndal)
Undirtala sókn (Gunnar Gunnarsson)
Undirtala vörn (Gunnar Magnússon, Ásbjörn Friðriksson)
Sérþjálfun leikmanna (Sebastian Alexandersson)
Æfingar fyrir hornamenn (Arnór Þór Gunnarsson)
Línumenn í vörn og sókn (Guðjón Valur Sigurðsson og Kari Kristján Kristjánsson)
Valæfingar (Ólafur Stefánsson og Gunnar Steinn Jónsson)
Leikgreiningar (Gunnar Magnússon)
Undirbúningur fyrir leiki (Arnór Atlason, Einar Jónsson og Haraldur Þorvarðarson)
Hæfileikamótun (Sebastan Alexandersson og Örn Þrastarson)
Nýjungar í sóknarleik (Óskar Bjarni Óskarsson)
7 á 6 vörn og sókn (Óskar Bjarni Óskarsson)
Leikskipulag 5-1 vörn (Arnar Pétursson og Erlingur Richardsson)
Æfingar fyrir 5-1 vörn (Arnar Pétursson og Erlingur Richardsson)
Leikskipulag sókn á móti 5-1 (Arnar Pétursson og Erlingur Richardsson)
Þolþjálfun með bolta (Gunnar Gunnarsson))
Markvarðaþjálfun (Gísli Guðmundsson) – Áherslur markvarða á efstastigi (Björgvin Páll Gústavsson)
5 uppáhalds sóknaræfingar (Einar A. Einarsson, Guðmundur H. Pálsson og Sigursteinn Arndal)
Styrktarþjálfun (Fannar Karvel)
Meiðslafyrirbyggjandi (Elís Rafnsson)
Tól og tæki þjálfarans (Orri Sigurðsson)
Hlaupaþjálfun (Fannar Karvel)
Þolþjálfun (Hannes Jóns Jónsson)
Tölfræði í handbolta (Jón Brynjar Björnsson)
Leikreglur og dómarar (Jónas Elíasson)
Fjölmiðlar, samskipti og framkoma (Kristján Jónsson)

Verkefni:

Nemendur skila inn verkefni eða hugleiðingu eftir hvern fyrirlestur.

Lokaverkefni, Vettvangsnám

http://www.isi.is/fraedsla/thjalfaramenntun-isi/

ATH. þjálfarar þurfa að klára bæði HSÍ og ÍSÍ námið til að teljast hafa lokið stiginu.