Landsliðsþjálfari karla í dag er Snorri Steinn Guðjónsson. A-landslið karla spilaði sinn fyrsta leik 15. febrúar árið 1950 í Lund í Svíþjóð þar sem Ísland tapaði fyrir Svíþjóð 15-7. Íslenska karlalandsliðið hefur tekið þátt á fjölda stórmóta í gegnum tíðina. Þeir hafa tekið þátt nítján sinnum á Heimsmeistaramótinu, níu sinnum á Evrópumeistaramótinu og sjö sinnum á Ólympíuleikunum. Á þessu ferli eru þrjú stórmót sem standa uppúr en það eru EM 2002 þar sem liðið endaði í fjórða sæti, EM 2010 þar sem liðið vann til bronsverðlauna og Ólympíuleikarnir 2008 í Peking þar sem liðið endaði í öðru sæti.

Árangur og úrslit landsliðsins má sjá með því að smella hér

Til að fylgjast nánar með A-landsliði karla er hægt að fylgjast með á eftirfarandi stöðum:

Snapchat: strakarnirokkar

Strákarnir okkar á Facebook