2. stig – Þjálfun unglinga (3. – 5. flokkur)

Stigið miðar að því að byggja á grunn leikmanna úr yngstu flokkunum, bæta við sérþjálfun eftir leikstöðum og svo í framhaldinu einföldu leikskipulagi í vörn og sókn. Einnig er komið inná líkamlega þjálfun unglinga.
Inntökuskilyrði: Lágmarksaldur 20 ár, skulu hafa lokið 1. stigi hjá HSÍ og ÍSÍ.

Uppbygging náms: Námið skiptist í almennan hluta (33,3%) og sérgreinahluta (66,7%). Námskeiðið er 120 kennslustundir, 40 í almenna hlutanum og 80 í sérgreina-hlutanum. ÍSÍ sér um almenna hlutann í sínu fjarnámi og þurfa þjálfarar að klára það nám til að teljast hafa lokið 2. stigi.

Nánari upplýsingar um ÍSÍ námið og kostnað þar má finna HÉR.

Fyrirlestrar og verkefni á 2. stigi:

Einstaklingsfærni 3. – 5.flokkur
Samvinna í minni hópum
Leikskipulag vörn  6-0 og þróun sl. ára
Leikskipulag sókn á móti 6-0
Hraðaupphlaup 1
Liðsuppbygging 
Leikskipulag framliggjandi varnarleikur
Leikskipulag sóknarleikur gegn framliggjandi varnarleik
5 uppáhalds varnaræfingarnar
Yfirtala og undirtala 1
Samvinna í litlum hópum
Markmannsþjálfun 1
Hraðaupphlaup 2
Liðsstjórn og andlegir þættir
Tól og tæki þjálfarans – Sideline Organizer
Dómaranámskeið B-stig
Næringarfræði
Meiðslafyrirbyggjandi
Styrktarþjálfun (4.-5. flokkur)
Styrktarþjálfun (2.-3. flokkur)
HlaupaþjálfunHæfileikamótun
Vettvangsnám

Áætlanagerð
Ársáætlun
Vikuáætlun
Tímaseðill