Seinnipartinn í dag lék A landslið kvenna gegn 
Höörs HK H 65 frá Svíþjóð, en stelpurnar okkar eru þessa dagana í æfingaferð í Danmörku.



Höörs er sænskur meistari og tekur þátt í Meistaradeild Evrópu á komandi tímabili.


Íslenska liðið hefur nýtt ferðina til að þróa og æfa nýjan varnarleik og gekk hann vel í dag. Eftir jafnan fyrri hálfleik stóðu leikar jafnir 12-12, en stelpurnar okkur komust 16-15 í byrjun síðari hálfleiks. Síðustu 15 mínúturnar fór að halla undan fæti og höfðu þær sænsku að lokum sigur, 24-29.


Markaskorarar Íslands í leiknum:
Birna Berg Haraldsdóttir 8, Hildigunnur Einarsdóttir 3, Helena Rut Örvarsdóttir 3, Sandra Erlingsdóttir 3, Perla Ruth Albertsdóttir 3, Steinunn Hansdóttir 2, Andrea Jacobsen 1, Eva Björk Davíðsdóttir 1.


Hafdís Renötudóttir og Guðrún Ósk Maríasdóttir vörðu 3 skot hvor.