Ísland tapaði í dag gegn sterku liði Slóveníu á EM í Makedóníu. Fyrir leikinn var ljós að um við ramman reip var að draga. Slóvenar voru taplausar og með virkilega sterkt lið.

Slóvenar náðu fljótt yfirhöndinni og létu hana í raun aldrei af hendi. Íslensku stelpurnar áttu virkilega erfitt með að brjóta vörn Slóveníu á bak aftur og erfiðlega gekk að skora. Staðan í hálfleik var 14-8 fyrir Slóvena. 

Síðari hálfleikur var nánast endurtekning af þeim fyrri. Slóvenar unnu síðari hálfleikinn 14-7 og unnu leikinn mjög sannfærandi 28-15.

Þrátt fyrir að Slóvenar séu með mjög sterkt lið þá hefði munurinn getað verið minni á liðunum hefði íslenska liðið spilað af eðlilegri getu. 

Markaskorarar Íslands í leiknum: 

Harpa María Friðgeirsdóttir 7, Lena Margrét Valdimarsdóttir 4, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 1, Embla Jónsdóttir 1, Ísabella María Eriksdóttir 1, Tinna Sól Björgvinsdóttir 1.

Margét Einarsdóttir varði 6 skot og Sara SIf Helgadóttir varði 3 skot.

Harpa María Friðgeirsdóttir var yfirburðarmaður í íslenska liðinu í leiknum og var valinn best í íslenska liðinu að leik loknum.

Næsti leikur liðsins er gegn Ísrael á morgun laugardag kl 15 að íslenskum tíma. 

Harpa María Friðgeirsdóttir var besti leikmaður Íslands í tapi á móti Slóvenum fyrr í dag.

A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on