Íslensku strákarnir í U-19 ára landsliðinu unnu stórsigur á heimamönnum í Georgíu  á heimsmeistaramótinu í dag, lokastaðan 42- 25 eftir að staðan hafði verið 24-8 í hálfleik. Íslenska liðið byrjaði leikinn vel og stýrði honum frá upphafi til enda. Georgíumenn sem voru búnir að leika ágætlega á mótinu  fram til þessa og voru með tvö tig eftir tvo leiki, voru engin fyrirstaða fyrir íslensku strákana sem spiluðu frábærlega í dag. Allir leikmenn liðsins komust á blað og Bjarni Fritzson þjálfari gat rúllað vel á liðinu.

Bjarni Ófeigur Valdimarsson var valinn maður leiksins í íslenska liðinu.Mörk Íslands:Bjarni Ófeigur Valdimarsson 9, Teitur Örn Einarsson 7, Kristófer Dagur Sigurðsson 7 Birgir Már Birgisson  5, Hannes Grimm 3, Sveinn Andri Sveinsson 2, Orri Freyr Þorkelsson 2, Sveinn José Rivera 1, Örn Östenberg 1,  Úlfur Kjartansson 1,  Birgir Jónsson 1, Darri Aronsson 1, Sveinn Brynjar Agnarsson 1, Hafþór Vignisson 1.Andri Scheving varði 6 skot og Viktor Gísli Hallgrímsson varði 7 skot.Á morgun laugardag, leikur íslenska liðið við lið Alsír og hefst leikurinn kl.12.00 að íslenskum tíma. Hann verður sýndur í beinni útsendingu á netinu.