U-19 ára landslið kvenna tapaði fyrir Dönum 21-26 á Scandinavian Open í dag. Íslensku stúlkurnar spiluðu agaðan leik gegn fyrnasterku liði Dana og geta verið nokkuð sáttar með sinn leik þrátt fyrir tap.

Jafnt var á með liðunum fyrstu 20 mínúturnar en danska liðið náði þá góðum kafla og hafði 4 marka forystu hálfleik, 14-10. 

Þær dönsku náðu mest 7 marka forstu í síðari hálfleik en stelpurnar okkar komu sterkar tilbaka og náðu að minnka muninn í 3 mörk þegar 5 mínútur voru til leiksloka. En það nægði þó ekki til að ógna þessa öfluga danska liðið sem hafði sigur, 21-26.

Markaskorarar Íslands í leiknum:

Lovísa Thompson 8, Mariam Eradze 4, Sandra Erlingsdóttir 2, Andrea Jacobsen 2, Karen Tinna Demian 2, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 1, Kristín Arndís Ólafsdóttir 1, Berglind Benediktsdóttir 1.

Heiðrún Dís Magnúsdóttir varði 11 skot í íslenska markinu.

Að leik loknum var Lovísa Thompson valin besti leikmaður íslenska liðsins.

Í fyrramálið mæta stelpurnar okkar Noregi, leikurinn hefst kl. 8.00 að íslenskum tíma.