Ísland lék í kvöld sinn annan leik á EM í Makedóníu gegn liði Búlgaríu. Lyktir leiksins urðu 24-19 fyrir Búgaríu.

Ísland skoraði fyrsta markið en Búlgaría jafnaði og var síðan skrefinu á undan. Þegar staðan var 3-3 náði Búgaría að skora 4 mörk í röð. Sá munur hélst út hálfleikinn. Búlgaría skoraði sitt þrettánda mark úr aukakasti þegar leiktíminn var liðinn og leiddu í hálfleik 13-9. 

Munurinn á liðinum var á bilinu 4-5 mörk en næst komust íslensku stelpurnar þegar þær minnkuðu muninn í 16-13 þegar 10 mínútur voru liðnar af seinni háfleik. Niðurstaðan var öruggur 5 marka sigur Búlgara 24-19.

Íslenska liðið náði sér ekki á strik í þessum leik og var skotnýtingin tæp 30%. 

Markaskorarar Íslands í leiknum: 

Lena Margrét Valdimarsdóttir 8, Harpa María Friðgeirsdóttir 3, Þóra María Sigurjónsdóttir 2, Embla Jónsdóttir 1, Ólöf Marín Hlynsdóttir 1, Sara Dögg Hjaltadóttir 1, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 1, Birta Rún Grétarsdóttir 1. 

Margét Einarsdóttir varði 5 skot og Sara SIf Helgadóttir varði 2 skot.

Lena Margrét Valdimarsdóttir var valinn besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum.

Næsti leikur liðsins er við Slóveníu á föstudaginn kl 11 að íslenskum tíma. 

Lena Margrét Valdmarsdóttir var valinn besti leikmaður Íslands í tapi gegn Búlgaríu í kvöld.

A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on