Handknattleikssamband Íslands og Margt Smátt ehf hafa skrifað undir samstarfssamning sem gildir til ársloka 2019.

HSÍ hefur í fjölda ára átt í viðskiptum við Margt Smátt sem hefur séð um merkingar á ýmiskonar varningi tengdum starfsemi sambandsins. Því er því með gleði sem HSÍ tilkynnir um framlengingu á samningi sínum við Margt Smátt sem verður áfram einn af okkar bakhjörlum næstu árin.

Myndin hér fyrir neðan var tekin við undirskrift samningsins í dag en á henni eru þeir Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ og Árni Esra Einarsson markaðsstjóri Margt Smátt.