Þriggja marka svekkjandi tap var niðurstaðan gegn Dönum í dag í vægast sagt kaflaskiptum leik.

Danir byrjuðu leikinn leikinn af miklum krafti á meðan íslensku strákarnir virtust ekki hafa áttað sig á því að leikurinn væri byrjaður. Danirnir komust mest 8 mörkum yfir í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 11-17.

Íslenska liðið hóf síðari hálfleik í 5-1 vörn sem sló Danina útaf laginu. Strákarnir okkar röðuðu inn mörkunum og komust yfir 21-20 þegar 15 mínútur voru til leiksloka. Þá jafnaðist leikurinn á ný og þegar ein mínúta var eftir höfðu Danir eins marks forystu. Að lokum voru það Danir sem skoruðu tvö seinustu mörkin og höfðu sigur 26-29.

Markaskorarar Íslands í leiknum:

Dagur Gautason 9, Arnar Máni Rúnarsson 4, Haukur Þrastarson 3, Hafsteinn Óli Ramos Rocha 3, Tumi Steinn Rúnarsson 3, Tjörvi Týr Gíslason 1, Ólafur Haukur Júlíusson 1, Arnór Snær Óskarsson 1, Goði Ingvar Sveinsson 1.

Björgvin Franz Björgvinsson varði 11 skot í íslenska markinu.

Slæm byrjun kom niðurá íslenska liðinu í dag en annars áttu strákarnir í fullu tré við danska liðið. Á morgun mætast Ísland og Ungverjaland í leik um 7. sætið á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar.