Íslensku strákarnir í U-19 ára landsliðinu unnu sinn annan leik í röð á heimsmeistaramótinu í Georgíu í dag. Liðið vann Chilemenn 27-22 eftir að staðan hafði verið 12-9 í hálfleik. Leikurinn var jafn fram af en íslenska liðið hafði þó alltaf frumkvæðið og vann að lokum öruggan sigur.Markvörðurinn Andri Scheving var valin maður leiksins en hann varði 18 skot.


Mörk Íslands:

Teitur Örn Einarsson 10, Orri Freyr Þorkelsson 6, Sveinn José Rivera 3, Örn Östenberg 2, Sveinn Andri Sveinsson 2, Birgir Már Birgisson 2, Kristófer Dagur Sigurðsson 2.Andri Scheving varði 18 skot og Viktor Gísli Hallgrímsson varði 2 skot.Á morgun er frídagur hjá strákunum. Á fimmtudaginn leikur íslenska liðið við heimamenn í Georgíu og hefst leikurinn kl.14.00 að íslenskum tíma. Hann verður sýndur í beinni útsendingu á netinu.