Núna er æfingamót meistaraflokkanna farin af stað. Fyrsti leikurinn fór fram í gærkvöldi í Reykjavíkurmóti karla milli ÍR og Víkings. Það voru Víkingar sem unnu leikinn 28-31 eftir að staðan hafði verið 15-14 í hálfleik. Á miðvikudaginn fer Subway-mót karla af stað en það er leikið í TM-höllinni. Það eru Olísdeildarfélögin Afturelding, Valur, Stjarnan og Haukar sem taka þátt. Að auki fer fram leikur Stjörnunnar U og ÍBV U í mótinu