Ísland vann í dag stórsigur á Ísrael í síðasta leik sínum í riðlakeppni EM í Makedóníu. 

Leikurinn fór rólega af stað hjá íslenska liðinu. Ísraelar voru fyrri til að skora í byrjun leiks en íslensku stelpurnar náðu að jafna í 3-3 og eftir það leiddu okkar stelpur leikinn með 1-2 mörkum. Ísrael náði að jafna 7-7 en þá gáfu íslensku stelpurnar í sem skilaði sér í þriggja marka forskoti inn í hálfleik, 14-11. 

Stelpurnar komu vel stemmdar til síðari hálfleiks og miðjan síðari hálfleik var munurinn orðinn 8 mörk, 22-14. Stelpurnar voru ekki hættar og héldu áfram að bæta í og unnu að lokum 11 marka sigur, 29-18.

Í dag sýndu stelpurnar sitt rétta andlit. Ísrlael hafði spilað vel á mótinu, unnið Kosovo og stóðu bæðu í liðum Búlgaríu og Slóveníu. Þessi sigur skilaði Íslandi í 3.sæti riðilsins upp fyrir bæði Ísrael og Kosovo. Markaskorarar Íslands í leiknum: 


Berta Rut Harðardóttir 6, Lena Margrét Valdimarsdóttir 5, Birta Rún Grétarsdóttir 5, Sara Dögg Hjaltadóttir 4, Harpa María Friðgeirsdóttir 3, Þóra María Sigurjónsdóttir 2, Tinna Sól Björgvinsdóttir 2, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 1, Ísabella María Eriksdóttir 1. 

Sara SIf Helgadóttir varði 20 skot í marki Íslands.

Sara Sif Helgadóttir var besti maður Íslands í leiknum og var verðlaunuð fyrir frammistöðu sína í leiknum.

Ísland spilar því á morgun við Sviss um 5.sætið. Leikurinn er sýndur beint á netinu og hefst kl 13:15 að íslenskum tíma. 

Ísland vann í dag Ísrael 29-18 á EM í Makedóníu. Sara Sif Helgadóttir var besti maður Íslands í leiknum með 20 skot varin.

A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on