16 liða úrslit heimsmeistarakeppni U-21 landsliða hefst í dag, mótherji Ísland er Túnis. Fastlega má búast við góðri mætingu og mikilli stemningu þar sem áhorfendur Túnis hafa fjölmennt á pallana og hvatt sína menn til dáða. Það á þó ekki að koma strákunum neitt á óvart þar sem þeir spiluðu fyrir fullri höll á móti Alsír.

Túnis lék í C-riðli riðlakeppninnar og endaði þar í 3. sæti.

Liðsmenn Túnis léku fyrst við lið Búrkína Fasó og unnu sannfærandi 50-17 sigur, næst léku þeir við Brasilíu og töpuðu nokkuð stórt 36-29, þá léku þeir við Makedóníu og sigruðu 32-27, í 4. leik sínum gerði Túnis jafntefli við Rússa, í lokaleik sínum töpuðu þeir svo fyrir Spánverjum 25-21.

Túnis endaði því með 5 stig í riðlinum, eins og Rússar. Skoða þurfti fjölda skoraðra marka til að skera úr um hvort liðið næði 3. sæti þar sem liðin voru jöfn innbyrðis og með sömu markatölu.

Íslenska liðið endaði í 2. sæti D-riðils með 8 stig eftir tap fyrir Króötum í lokaleik
26-29.

Fram að því höfðu íslensku strákarnir unnnið alla sína leiki, Marokkó
35-18, Alsír
25-22, Sádí Arabíu
48-24 og Argentínu
36-27.

Leikinn má sjá í beinni útsendingu hér.

Nánari upplýsingar um mótið eru á
heimasíðu mótsins og
hjá IHF.

Fylgist endilega með okkur á
Facebook,
Twitter og
Instagram.

Þá eru strákarnir með Snapchat, u96.strakarnir