U-17 ára landslið karla vann 9 marka sigur á Spánverjum á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í dag.

Það voru Spánverjar sem byrjuðu leikinn betur en eftir um 10 mínútna leik höfðu strákarnir okkar jafnað og komist yfir. Þó gekk illa að slíta sig frá þeim spænsku í fyrri hálfleik, staðan eftir 30 mínútur 16-13.

Strax í upphafi síðari hálfleiks var ljóst að íslensku strákarnir ætluðu sér sigur og ekkert annað, þeir skoruðu hvert markið á fætur öðru úr hraðaupphlaupum og eftir 50 mín leik höfðu þeir náð 10 marka forskoti. Sá munur breyttist lítið á síðustu mínútunum og að lokum höfðu strákarnir okkar 9 marka sigur, 36-27.

Markaskor íslenska liðsins:

Dagur Gautason 10, Arnór Snær Óskarsson 4, Haukur Þrastarson 4, Goði Ingvar Sveinsson 4, Hafsteinn Óli Ramos Rocha 3, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 2, Tjörvi Týr Gíslason 2, Eiríkur Guðni Þórarinsson 2, Ólafur Haukur Júlíusson 1, Dagur Sverrir Kristjánsson 1, Arnar Máni Rúnarsson 1, Daníel Freyr Rúnarsson 1, Tumi Steinn Rúnarsson 1.

Björgvin Franz Björgvinsson varði 9 skot og Páll Eiríksson varði 1 skot.

Þá er riðlakeppninni EYOF Györ (Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar) lokið og enduðu strákarnir í 3. sæti í sínum riðli. Þeir spila því um 5.-8. sætið í mótinu og hefst það með leik við Dani á föstudaginn.

 

Ísland – Spánn 36-27 Nokkrir aðdáendur fengu mynd af sér með strákunum eftir leik. #u17ka #handbolti #eyof2017

A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on