Ísland mætti heimamönnum í Alsír í 3. leik sínum í riðlakeppni heimsmeistaramóts U-21 landsliða.

Eftir erfiðan fyrri hálfleik kláruðu strákarnir leikinn í seinni hálfleik.

Ákaflega lítið var skorað í upphafi leiks. Bæði lið virtust frekar taugaóstyrk í upphafi, Alsíringar voru þó aðeins hressari. Ísland skoraði einungis 1 mark á fyrstu 15 mínútum leiksins og þegar Alsír komst í 1-4 á 15. mín tóku íslensku þjálfararnir leikhlé. Strákarnir virtust hressast við leikhléið og fóru að bæta við mörkum, eftir 20 mínútna leik var staðan 3-5. Á síðustu 10 mínútum leiksins virtust svo bæði lið vera búin að finna markið. Staðan í hálfleik 10-11 fyrir Alsír.

Allt önnur lið virtist byrja seinni hálfleik en byrjuðu fyrri hálfleik. Ísland komst yfir í fyrsta skipti leiksins 13-12. Liðin skiptust á að skora næstu mínútur og það var ekki fyrr í stöðunni 20-19, á 50. mínútu, að Ísland komst meira en einu marki yfir en þá skoruðu íslensku strákarnir 3 mörk í röð og breyttu stöðunni í 23-19. Með þessum mörkum lögðu þeir grunninn að íslenskum sigri því hann reyndist Alsíringum of mikið. Lokatölur 25-22.

Næsti leikur Íslands er á morgun kl. 15:00 á móti Marakkó.

Markaskorarar Íslands:

Arnar 5, Ómar 5, Elvar 4, Sigtryggur 4, Óðinn 3, Hákon 2, Ýmir 1, Elliði 1

Markvarsla:

Grétar 4/15 (26,7%)

Viktor 5/16 (31,3%)Nánari upplýsingar um leikinn á
heimasíðu IHF og
heimasíðu mótsins.

Fylgist endilega með okkur á
Facebook,
Twitter og
Instagram.

Þá eru strákarnir með Snapchat, u96.strakarnir

Íslenski fáninn á sínum stað

Ísland – Alsír 30 mín í leik Ísland á staðnum #handbolti #u21ka #algeria2017

A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on


Strákarnir fagna í leikslok

Íslenskur sigur á Alsír 25 – 22 #handbolti #u21ka #algeria2017

A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on


Myndir frá IHF