Liðsmenn Íslands mættu Norðmönnum í dag í leik um 11. sæti á heimsmeistaramóti U-21 landsliða.

Norðmenn voru mun grimmari í þessum leik og lögðu grunninn að sanngjörnum sigri með mjög góðum fyrrihálfleik.

Ísland endar því í 12. sæti á heimsmeistaramóti U-21 landsliða í Alsír.

Lítið var um varnarleik og markvörslu í upphafi leiks, hjá báðum liðum. Eftir 10 mínútur var staðan 7-7. Þá tóku Norðmenn 4-0 kafla á næstu 5 mín og breyttur stöðunni í 7-11. Þá tóku íslensku þjálararnir leikhlé og Einar kom í markið fyrir Viktor. Einar byrjaði á að verja og skora mark þvert yfir völlinn sem virtist ætla að kveikja aðeins í strákunum okkar. Norðmenn bættu hinsvegar aftur í og voru komnir 5 mörkum yfir á 23. mín 10-15. Þá tók Ísland aftur leikhlé sem virtist bara hafa þveröfug áhrif og Norðmenn bættu áfram í.

Staðan í hálfleik 12-20 eftir vondan fyrri hálfleik.

Seinni hálfleikur var mun jafnari en sá fyrri og Norðmenn augljóslega meðvitaðir um góða forustu. Norðmenn náðu mest 10 marka forustu og Ísland náði aldrei að minnka forskot Norðmanna í minna en 6 mörk. Efrir 40 mínútna leik var staðan 17-25 fyrir Norðmönnum og 20-28 eftir 50 mínútur. Þegar upp var staðið munaði 6 mörkum á liðunum og sanngjarn 27-33 sigur Norðmanna staðreynd.

Ísland hefur nú lokið leik á heimsmeistaramótinu og er 12. sæti staðreynd. Vissulega vonbrigði en liðið ætlaði sér stóra hluti á mótinu.

Markaskorarar Íslands:

Sigtryggur 6, Elvar 5, Ómar 4, Hákon 3, Kristján 2, Elliði 2, Arnar 1, Óðinn 2, Birkr 1, Einar 1

Markvarsla:

Viktor 2 (15,4%)

Einar 4 (15,4%)

Nánari upplýsingar um leikinn á
heimasíðu IHF og
heimasíðu mótsins.

Fylgist endilega með okkur á
Facebook,
Twitter og
Instagram.

Þá eru strákarnir með Snapchat, u96.strakarnir



Strákarnir gera sig klára í leikinn

 

Ísland Noregur kl 13 Loka pepp fyrir leik #handbolti #u21ka #algeria2017

A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on

 

 

 

Svekktir leikmenn í leikslok

Ísland Noregur 27 – 33 tap Ísland í 12. sæti á HM Svekktir íslenskir leikmenn í leikslok #handbolti #u21ka #algeria2017

A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on