Ísland mætti í dag Túnis í 16. liða úrslitum heimsmeistaramóts U-21 landsliða.

Eftir æsispennandi leik þurftu strákarnir að lúta í lægra haldi 27-28. Þrátt fyrir góða tilraun í lokasókninni tókst Íslandi ekki að jafna. 

Fyrri hálfleikur einkenndist af miklu jafnræði þar sem liðin skiptust á að skora. Í hálfleiknum munaði aldrei meira en 2 mörkum á liðunum, en bæði lið náðu 2 marka forustu. Túnis var á undan að skora í upphafi og það var ekki fyrr en í stöðunni 6-5 sem Ísland skoraði 2 mörk í röð og komst fyrst yfir. Ísland komst svo 9-7 yfir en Túnismenn minnkuðu strax muninn og náðu svo 11-13 forustu.

Í hálfleik var staðan 13-14 fyrir Túnis.

Sama jafnræði og spenna og einkenndi fyrri hálfleik var einnig í þeim síðari. Liðsmenn Túnis voru fyrri til að skora framan af, alltaf með Ísland fast á hælum þeirra. Um miðbik hálfleiksins náðu íslensku strákarnir mjög góðum kafla, skoruðu 4 mörk í röð og breyttu stöðunni úr 18-20 í 22-20. Túnismenn gáfust hinsvegar ekki upp og skoruðu fljótlega 3 mörk í röð sjálfir og komust yfir 23-24. Aftur komst Ísland yfir með 2 mörkum í röð. Á lokametrunum reyndust leikmenn Túnis sterkari og lönduðu þeir 27-28 sigri með marki frá þeirra langbesta manni Skander Zaied, en hann skoraði 11 mörk í leiknum.

Hjá Íslandi tekur því við að spila um 9-16 sæti mótsins á morgun.

Andstæðingurinn í þeim leik liggur ekki fyrir fyrr en í lok dags.

Markaskorarar Íslands:

Óðinn 8, Elvar 5, Arnar 4, Ómar 4, Sigtryggur 4, Aron 1, Birkir 1

Markvarsla:

Grétar 12 (30%)

Nánari upplýsingar um leikinn á
heimasíðu IHF og
heimasíðu mótsins.

Fylgist endilega með okkur á
Facebook,
Twitter og
Instagram.

Þá eru strákarnir með Snapchat, u96.strakarnir

Strákarnir súrir í leikslok

Ísland Túnis 27 – 28 leikslok Strákarnir súrir í leikslok #handbolti #u21ka #algeria2017

A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on