Íslensku strákarnir í U-19 ára landsliðinu unnu tíu marka sigur á liði Alsír á heimsmeistaramótinu í Georgíu í dag. Lokastaðan var 37- 27 eftir að staðan hafði verið 15-13 í hálfleik.

Leikurinn var frekar jafn í fyrri hálfleik, þó hafði íslenska liðið ávallt frumkvæðið, Í byrjun seinni hálfleiks mættu íslensku strákarnir mjög ákveðnir til leiks, gerðu fimm fyrstu mörkin og eftir það var ekki aftur snúið og öruggur sigur í höfn.  Á morgun er frídagur hjá íslenska liðinu en á mánudaginn, leikur íslenska liðið úrslitaleik um sigur í riðlinum við Þjóðverja. Sá leikurinn hefst kl. 08.00 um morguninn að íslenskum tíma. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á netinu. Fjögur efstu liðin tryggja sér sæti í 16 liða úrslitum.

Orri Freyr Þorkelsson var valinn maður leiksins í íslenska liðinu hann gerði 8 mörk, mörg hver úr hraðaupphlaupum.



Mörk Íslands:


Teitur Örn Einarsson 9, Orri Freyr Þorkelsson 8, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 6 , Birgir Már Birgisson 4,  Hafþór Vignisson 3, Sveinn Andri Sveinsson 2, Sveinn José Rivera 1, Örn Östenberg 1, Sveinn Brynjar Agnarsson 1, Birgir Steinn Jónsson 1 og Hannes Grimm 1.

Viktor Gísli Hallgrímsson lék í markinu allan tímann og varði 23 skot. Andri Scheving varði 1 vítaskot.