Ísland endaði í 6.sæti á EM í Makedóníu eftir tap gegn Sviss í dag.

Ísland byrjaði af krafti og komust yfir í byrjun leiks og leiddu 3-1 þegar skammt var liðið af leiknum. Sviss var þó aldrei langt undan og voru fljótar að jafna metin. Sviss komst í fyrsta skipti yfir 9-10. Það var munurinn á liðinu í hálfleik, 13-14 fyrir Sviss.

Byrjun síðari hálfleiks varð íslenska liðinu að falli. Sviss skoruðu fyrstu 6 mörk hálfleiksins og komust í 13-20 eftir aðeins 5 mínútur í síðari hálfleik. Á þessum kafla fengu íslensku stelpurnar tvisvar sinnum ódýrar tvær mínútur sem gerði þeim mjög erfitt fyrir. Allur vindur virtist úr íslenska liðinu og mest náðu Sviss 10 marka forystu 17-27 um miðjan síðari hálfleik. Lokatölur leiksins urðu 27-35.

Íslenska liðið getur verið nokkuð sátt með fyrri hálfleikinn en það var greinilegt að liðið var að spila sinn þriðja leik á þremur dögum en ekki Sviss. Leikur liðsins í síðari hálfleik bar þess augljóslega merki.



Markaskorarar Íslands í leiknum: 


Berta Rut Harðardóttir 5, Harpa María Friðgeirsdóttir 3, Birta Rún Grétarsdóttir 3, Katla María Magnúsdóttir 3, Ólöf Marín Hlynsdóttir 2, Lena Margrét Valdimarsdóttir 2, Auður Ester Gestsdóttir 2, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 2, Alexandra Líf Arnarsdóttir 2, Tinna Sól Björgvinsdóttir 1, Ísabella María Eriksdóttir 1, Sara Dögg Hjaltadóttir 1.

Sara SIf Helgadóttir varði 6 skot og Margrét Einarsdóttir 3 í marki Íslands.

Berta Rut Harðadóttir var valin besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum. 

Ljóst er að þetta mót er gríðarleg reynsla fyrir okkar stelpur. Liðin hér á mótinu, að Færeyjum og Ísrael undanskilum (sem eiga erfitt með að finna nágranna til að spila við), hafa öll spilað mun fleiri landsleiki síðustu misseri en íslenska liðið. Leikur Íslands fór batnandi eftir sem á leið mótið. Niðurstaðan er 6.sæti sem er á pari við styrkleikaröðun liðana fyrir mót en með betri byrjun í mótinu hefði liðið getað endað ofar. 

Hér er Berta Rut Harðardóttir ásamt fulltrúa EHF með verðlaun fyrir leik sinn í dag.

A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on