A landslið kvenna lék æfingaleik í morgun gegn Köbenhavn Håndbold A/S, sterku liði úr dönsku úrvalsdeildinni þar sem leika bæði danskir og sænskir landsliðsmenn.

Nokkra leikmenn vantar í íslenska liðið en þetta er kærkomið verkefni fyrir unga leikmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref í A landsliðinu.

Leikið var í þremur leikhlutum þar sem fyrstu tveir voru 20 mínútur en sá seinasti 15 mínútur.

Köbenhavn handbold hafði nokkra yfirburði í leiknum og réðu stelpurnar okkar lítið við hraðaupphlaup danska liðsins. Eftir 20 mínútur var staðan 5-13 og að loknum 40 mínútum stóðu leikar 29-14. Þegar yfirlauk hafði danska liðið sigur 35-20.

Markaskorarar Íslands í leiknum:

Þórey Rósa Stefánsdóttir 6, Helena Rut Örvarsdóttir 4, Eva Björk Davíðsdóttir 3, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Perla Ruth Albertsdóttir 1, Andrea Jacobsen 1, Sandra Erlingsdóttir 1, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 1, Steinunn Hansdóttir 1.

Guðrún Ósk Maríasdóttir varði 9 skot og Elín Þorsteinsdóttir varði 5 skot.

Nánar má finna um þetta verkefni A landsliðs kvenna
HÉR.