Eftir æsispennandi og grátlegt tap fyrir Túnis í 16. liða úrslitum er ljóst að Ísland leikur við Noreg um 11. sæti á mótinu.

Bæði lið ætluðu sér stærri hluti á mótinu en ljóst er að þó nokkuð var um óvænt úrslit í gær þar sem lið eins og Slóvenía og Króatía duttu einnig út.

Norðmenn töpuðu í gær fyrir Dönum 34-27. Í riðlakeppninni léku þeir í A-riðli og léku þar við Kóreu sem þeir unnu 31-29, Ungverja sem þeir unnu sannfærandi 31-22, Færeyjar unnu þeir einnig 29-13 ásamt Síle 41-16. Í lokaleiknum töpuðu þeir fyrir Þjóðverjum 28-32.

Íslenska liðið tapaði naumt
eins og áður hefur verið fjallað um fyrir Túnis í 16. liða úrslitum í gær, 27-28.

Leikinn má sjá í beinni útsendingu hér.

Nánari upplýsingar um mótið eru á
heimasíðu mótsins og
hjá IHF.

Fylgist endilega með okkur á
Facebook,
Twitter og
Instagram.

Þá eru strákarnir með Snapchat, u96.strakarnir