Íslensku strákarnir í U19 ára landsliðinu töpuði fyrir Þjóðverjum í leik um 9.sætið á heimsmeistaramótinu í Georgíu, lokatölur 26-37 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 14-21 Þjóðverjum  í vil. Þjóðverjar voru sterkari allan tímann og íslensku strákarnir höfðu ekki orku til að ógna þeim að ráði. Það er því hlutskipti liðsins að hafna í 10. sæti á heimsmeistaramótinu, þeir unnu fimm leiki og töpuðu tveimur.

Birgir Már Birgisson var valinn maður leiksins í íslenska liðinu en hann skoraði 5 mörk.

Mörk Íslands:  

Teitur Örn Einarsson 6, Bjarni Valdimarsson 5, Birgir Már Birgisson 5, Hannes Grimm 4, Örn Östenberg 2, Kristófer Dagur Sigurðsson 2, Sveinn Brynjar Agnarsson 1  og Orri Freyr Þorkelsson 1.

Viktor Hallgrímsson varði 12 skot

Andri Scheving varði  3 skot