Ísland og Króatía mættust í dag í lokaleik riðlakeppni HM U-21 landsliða.

Ísland tapaði í raun leiknum með skelfilegum fyrri hálfleik og þrátt fyrir mikla baráttu í þeim síðari dugaði það ekki til.

3 marka tap, 26-29 og Ísland endar í 2. sæti D-riðils.

Staðan í hálfleik 8-17 fyrir Króatíu, vægast sagt vondur hálfleikur hjá íslensu strákunum.

Króatar tóku völdin strax í upphafi leiks og meðan allt virtist ganga upp hjá þeim, gekk ekkert upp hjá Íslandi. Í stöðunni 3-6 tóku íslensku þjálfararnir leikhlé, sem virtist litlu breyta. Eftir 15 mínútna leik voru markmannsskipti hjá íslenska liðinu, Grétar kom inn fyrir Viktor sem hafði ekki fundið sig, frekar en margir íslensku leikmannana. Króatar komust í 4-12 á 18 mín og aftur tóku Ísland leikhlé, staðan batnaði örlítið við þetta leikhé. Króatar komust mest 10 mörkum yfir tvisvar í fyrri hálfleik.

Seinni hálfleikur byrjaði svipað og þeim síðari lauk, Króatar náðu aftur 10 marka forustu. Einar kom í markið eftir 37 mín, kom inn fyrir Grétar og hann byrjaði á að verja 2 bolta og skoraði auk þess fljótlega 2 mörk sem kveikti í strákunum og þeir byrjuðu að minnka muninn. Ísland náði 2 að minnka muninn í 6 mörk en nær komust þeir ekki á þessum tíma. Þegar 10 mínútur voru til leiksloka munaði 6 mörkum 21-27. Þrátt fyrir að gefa allt í þetta á loka mínútunum dugði það ekki til, munurinn var of mikill.

Lokatölur 26-29. Hetjuleg barátta í síðari hálfleik dugaði ekki og Ísland endar í 2. sæti D-riðils.

Næst taka við 16 liða úrslit hjá strákunum. Mótherjinn í þeim liggur ekki fyrir á þessari stundu, hann mun liggja fyrir í kvöld þegar leikjum dagsins er lokið.

Markaskorarar Íslands:

Elvar 7, Óðinn 5, Ómar 4, Birkir 2, Einar 2, Kristján 1, Dagur 1, Hákon 1, Aron 1, Þorgeir 1, Grétar 1

Markvarsla:

Viktor 0 (0%)

Grétar 0 (0%)

Einar 3 (27,3%)

Nánari upplýsingar um leikinn á
heimasíðu IHF og
heimasíðu mótsins.

Fylgist endilega með okkur á
Facebook,
Twitter og
Instagram.

Þá eru strákarnir með Snapchat, u96.strakarnir