Íslensku strákarnir í U-19 ára landsliðinu unnu í dag Japani í fyrsta leik heimsmeistaramótsins í Georgíu, lokatölur 26-24. 

Íslenska liðið byrjaði mjög vel komst í 4-0 og 8-2 eftir 10 mínútna leik, en eftir það komust Japanir jafnt og þétt inn í leikinn og jöfnuðu um miðjan seinni hálfleik. En íslensku strákarnir voru sterkari í lokin og unnu 26-24.  

Teitur Örn Einarsson Selfoss var valin maður leiksins, hann skoraði 10 mörk og átti að auki 7 stoðsendingar. En mestu munaði um stórleik Andra Scheving Haukum í markinu en hann varði 12 skot á síðustu 20 mínútum leiksins.


Mörk Íslands:



Teitur Örn Einarsson 10, 
Sveinn Andri Sveinsson 3, 
Birgir Már Birgisson 
3, 
Bjarni Ófeigur Valdimarsson 3, 
Orri Freyr Þorkelsson 3, 
Sveinn José Rivera 2, 
Úlfur Gunnar Kjartansson 1, 
Darri Aronsson 1.

Viktor Gísli Hallgrímsson varði 8 skot og Andri Scheving varði 12.

Á morgun leikur íslenska liðið við Chile og hefst leikurinn kl.12.00 að íslenskum tíma.