Um mánaðarmótin hófu tveir nýir starfsmenn störf á skrifstofu HSÍ.

 

Andri Sigfússon hefur tekið við stöðu mótastjóra og verður með yfirumsjón með mótahaldi og dómaramálum sambandsins. Andri er 32 ára íþróttafræðingur og hefur starfað sem íþróttakennari auk þess að hafa þjálfað yngri flokka í 16 ár.

Hægt er að hafa samband við Andra á netfangið andri@hsi.is eða í síma 514-4204. 

 

Þá hefur Anna I. Jónsdóttir einnig verið ráðin inná skrifstofu HSÍ. Anna er viðurkenndur bókari og mun hafa yfirumsjón með færslu bókhalds, reikningagerð ásamt öðrum tilfallandi störfum. Anna er 52 ára og hefur starfað við bókhald og fjármál í fjölda ára, nú síðast hjá Farfuglum.

 

Hægt er að hafa samband við Önnu á netfangið anna@hsi.is eða í síma 514-4205.

Handknattleikssamband Íslands bindur miklar vonir við störf þeirra og óskar þeim góðs gengis.