
21 árs landslið karla tapaði í morgun gegn Noregi í þriðja leik sínum á heimsmeistaramótinu á Spáni. Norðmenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu 5-1 forystu eftir nokkurra mínútna leik. Staðan í hálfleik var 17-11 og í raun má segja Norðmenn hafi jafnt og þétt bætt í forystuna allt til loka leiks.