Núna styttist í fyrstu leiki U-17 ára landsliðs karla á European Open í Gautaborg.  Strákarnir áttu langan ferðadag í gær en mæta ferskir í dag.

Liðið leikur í fyrsta leik við Hollendinga kl. 09:00 og síðan við Svartfellinga kl. 14:45 að íslenskum tíma.

Allir leikir mótsins eru sýndir á EHF-TV, https://www.ehftv.com/int/

Nánari umfjöllun um leikina á heimasíðu HSÍ í kvöld.

Áfram Ísland !