Strákarnir okkar í u21 sigruðu lið Argentínu í dag í kaflaskiptum leik.

Argentínumenn byrjuðu betur og strákarnir okkar voru lengi í gang. Hinsvegar náðu okkar menn að snúa blaðinu við og komast í 7-4 og leiddu í hálfleik 10-7.

Strákarnir komu sterkir inn í seinni hálfleik og komust í 17-10. Þá slokknaði á okkar mönnum og minnkuðu Argentínumenn muninn í 17-16. Íslenska liðið tók sér þá tak og vann leikinn með góðum lokakafla, lokatölur 23-20.

Markaskorar Ísland:

Orri Freyr Þorkelsson 4, Darri Aronsson 3, Gabríel Martínez Róbertsson 3, Elliði Snær Viðarsson 3, Hafþór Már Vignisson 2, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 2, Sveinn José Rivera 2, Jakob Martin Ásgeirsson 1, Kristófer Andri Daðason 1, Eyþór Örn Ólafsson 1, Örn Östenberg 1.

Andri Scheving var frábær í markinu og varði 17 bolta.

Á morgun mæta okkar menn Japan kl 16:00 að íslenskum tíma.