Stelpurnar okkar í U-19 ára landsliði Íslands spiluðu í dag við Heims- og Evrópumeistara Rússa í þessum aldursflokki. 
Leikurinn fór erfiðlega af stað fyrir okkar stelpur. Rússar skoruðu fyrstu fjögur mörk leiksins. Þegar rétt rúmlega 10 mínuútur voru búnar af leiknum leiddu þær rússnesku 4-8. Munurinn hélt áfram að aukast og staðan í hálfleik var 6-17 fyrir Rússland.
Áfram var við ramman reip að draga í síðari hálfleik. Rússneska liðið ógnarsterkt á öllum sviðum leiksins. Um miðbik síðari hálfleiks leiddu Rússar 10-25. Lokatölur leiksins urðu 14-33.
Markaskorarar Íslands:


Katla María Magnúsdóttir 3, Alexandra Líf Arnarsdóttir 3, Þóra María Sigurjónsdóttir 3, Embla Jónsdóttir 1, Auður Ester Gestsdóttir 1, Lena Margrét Valdirmarsdóttir 1, Birta Rún Grétarsdóttir 1, Berta Rut Harðardóttir 1.