Stelpurnar okkar í U19 ára landsliði kvenna unnu Grikkland í fyrsta leik sínum á EM í kvöld.

Stelpurnar voru með yfirhöndina í leiknum alveg frá byrjun og var staðan í hálfleik 13 – 7 fyrir Ísland

Í seinni hálfleiknum héldu stelpurnar áfram að auka forskotið og unnu sannfærandi sigur 22 – 14.
 

Mörk Ísland í leiknum skoruðu:Tinna Sól Björgvinsdóttir 6, Birta Rún Grétarsdóttir 4, Anna Karen Hansdóttir 3, Lena Margrét Valdimarsdóttir 3, Þóra María Sigurjónsdóttir 2, Berta Rut Harðardóttir 1, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 1, Auður Ester Gestsdóttir 1, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1.

Sara Sif Helgadóttir varði 13 skot í leiknum og Eva Dís Sigurðardóttir 2.