Íslensku stúlkurnar í U19 töpuðu 24-16 fyrir Búlgaríu á EM kvenna í dag. Staðan í hálfleik var 15-8 fyrir Búlgaríu. Liðið náði sér aldrei á strik í leiknum, skotnýting mjög slæm og einnig mikið um sóknarfeila.

Berta Rut Harðardóttir var valin maður leiksins í íslenska liðinu.

Mörk Íslands í leiknum skoruðu:

Berta Rut Harðardóttir 8, Birta Rún Grétarsdóttir 2, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 2, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1, Harpa María Friðgeirsdóttir 1, Jónína Hlín Hansdóttir 1, Þóra María Sigurjónsdóttir 1.

Sara Sif Helgadóttir varðir 4 skot í markinu og Eva Dís Sigurðardóttir 3.

Næsti leikur Íslands verður á móti Serbíu á miðvikudaginn kl.14:00 að íslenskum tíma.