21 árs landslið karla vann í dag 26-22 sigur á Argentínu í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu á Spáni. Íslenska liðið byrjaði leikinn af krafti og náði fimm marka forystu, 15-10, um miðbik fyrri hálfleiks. 

Argentínska liðið byrjaði síðari hálfleik af miklum krafti og náði að minnka muninn í eitt mark, 15-14, en lengra komust þeir ekki því okkar drengir spýttu í lófana og unnu að lokum fjögurra marka sigur, 26-22.

Bjarni Ófeigur Valdimarsson var markahæstur Íslendinga með átta mörk og var að leik loknum kjörinn maður leiksins. Ásgeir Snær Vignisson skoraði fjögur mörk og þeir Hafþór Már Vignisson, Orri Freyr Þorkelsson og Kristófer Andri Daðason þrjú mörk hvor. Andri Scheving átti góðan leik í markinu og varði 13 skot.

Næsti leikur Íslands er gegn Norðmönnum á föstudag kl. 8 að íslenskum tíma og verður sýndur beint á SportTv (www.sporttv.is).