Í dag kl. 16:45 verður dregið í riðla EM 2020 sem fram fer í Austurríki, Svíþjóð og Noregi og fer mótið fram 9. – 26. janúar næst komandi. 
Á komandi móti er í fyrsta skiptið leikið með 24 keppnisþjóðum og spilað er í sex fjögurra liða riðlum og komast tvo lið áfram úr hverjum riðli í milliriðla. Ísland er í 3. styrkleikaflokki að þessu sinni og getur því ekki lent með Austurríki, Portúgal, Svartfjallalandi, Lettlandi eða Sviss. Ísland getur því ekki leikið sína heimaleiki í Vínarborg en þar munu heimamenn í Austurríki spila sína leiki.
Riðlarnir sem dregið verður um í dag leika í eftirfarandi borgum: A-riðill í Graz,  B-riðill í Vínarborg, C og D riðlar í Þrándheimi, E-riðill í Malmö og F-riðill í Gautaborg. Tvö efstu liðin í A, B og C riðlum fara svo áfram í milliriðil í Vínarborg og tvö efstu liðin í D, E og F riðlum fara áfram í milliriðil í Malmö.


Sýnt verður beint frá drættinum á Youtube rás EHF og á facebook síðu EHF.


Youtube rás EHF:
https://www.youtube.com/ehfeuro


Facebook síða EHF:
https://www.facebook.com/ehfeuro
Styrkleikaflokkarnir eru eftirfarandi og eru þau lið sem búið er að ákveða leikstaði fyrir fram sett í sviga. Byrjað verður að draga styrkleikaflokk 1 og svo niður í styrkleikaflokk 4. 
Styrkleikaflokkur 1


Spánn

Svíþjóð (verður í F-riðli í Gautaborg)

Frakkland

Danmörk (verður í E-riðli í Malmö)

Króatía (verður í A-riðli í Graz)

Tékkland


Styrkleikaflokkur 2


Noregur (verður í D-riðli í Þrándheimi)

Slóvenía

Þýskaland (verður í C-riðli í Þrándheimi)

Norður-Makedónía

Ungverjaland

Hvítarússland


Styrkleikaflokkur 3


Austurríki (verður í B-riðli í Vínarborg)

ÍSLAND

Svartfjallaland

Portúgal

Sviss

Lettland


Styrkleikaflokkur 4


Pólland

Rússland

Serbía

Úkraína

Bosnía-Herzegovina

Holland