Rétt í þessu lauk leik Grikklands og Íslands í undankeppni EM 2020 en leikurinn fór fram í Kozani í Grikklandi.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Ísland var þó alltaf skrefi framan en Grikkir og í hálfleik leiddi Ísland 12 – 15.

Í seinni hálfleik komu Grikkir sterkir til leiks og unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn og á tímabili voru þeir með tveggja marka forustu. Arnór Þór Gunnarsson náði að jafna leikinn fyrir Ísland þegar um 2 sekúndur voru eftir af leiknum og tryggði Íslandi stig í viðureigninni.

Mörk Íslands í dag skoruðu Arnór Þór Gunnarsson 9 mörk, Guðjón Valur Guðjónsson 7, Aron Pálmarsson 5, Elvar Örn Jónsson 4, Teitur Örn Einarsson 2, Ólafur Guðmundsson 1.

Ágúst Elí Björgvinsson varði 11 skot og Viktor Gísli Hallgrímsson 2.

Arnór Þór Gunnarsson skoraði sitt 300 landsliðsmark í dag og óskum við honum til hamingju með þann áfanga.

Strákarnir okkar eiga leik í Laugardalshöllinni sunnudaginn 16. júní nk. og hefst leikurinn kl. 16:00. Vinni Ísland þann leik eru strákarnir okkar búnir að tryggja sér farseðilinn á EM 2020.

Strákarnir okkar þurfa á stuðningi okkar að halda í síðasta heimaleik þeirra í undankeppni EM 2020, miða á leikinn færðu með því að smella
hér




Mætum í bláu, fyllum Höllina og styðjum strákana okkar!!



View this post on Instagram

Rétt í þessu lauk leik Grikklands og Íslands í undankeppni EM 2020 en leikurinn fór fram í Kozani í Grikklandi. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Ísland var þó alltaf skrefi framan en Grikkir og í hálfleik leiddi Ísland 12 – 15. Í seinni hálfleik komu Grikkir sterkir til leiks og unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn og á tímabili voru þeir með tveggja marka forustu. Arnór Þór Gunnarsson náði að jafna leikinn fyrir Ísland þegar um 2 sekúndur voru eftir af leiknum og tryggði Íslandi stig í viðureigninni. Mörk Íslands í dag skoruðu Arnór Þór Gunnarsson 9 mörk, Guðjón Valur Guðjónsson 7, Aron Pálmarsson 5, Elvar Örn Jónsson 4, Teitur Örn Einarsson 2, Ólafur Guðmundsson 1. Ágúst Elí Björgvinsson varði 11 skot og Viktor Gísli Hallgrímsson 2. Arnór Þór Gunnarsson skoraði sitt 300 landsliðsmark í dag og óskum við honum til hamingju með þann áfanga. Strákarnir okkar eiga leik í Laugardalshöllinni sunnudaginn 16. júní nk. og hefst leikurinn kl. 16:00. Vinni Ísland þann leik eru strákarnir okkar búnir að tryggja sér farseðilinn á EM 2020. Strákarnir okkar þurfa á stuðningi okkar að halda í síðasta heimaleik þeirra í undankeppni EM 2020. Miðasala fer fram á slóðinni https://tix.is/is/event/8259/island-tyrkland/ Mætum í bláu, fyllum Höllina og styðjum strákana okkar!! #strakarnirokkar #handbolti

A post shared by
Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on