21 árs landslið karla leikur gegn Noregi á heimsmeistaramótinu á Spáni í dag. Þetta er þriðji leikur liðsins í keppninni og hefst leikurinn kl. 8:00 að íslenskum tíma og verður sýndur beint á SportTV (http://www.sporttv.is/). Liðið er með fullt hús stiga eftir að hafa lagt Chile og Argentínu í fyrstu tveimur leikjunum. Áfram Ísland!