Síðastliðið föstudagskvöld var dregið í riðla fyrir EM 2020 sem fram fer í janúar næstkomandi en mótið fer fram að þessu sinni í Austurríki, Svíþjóð og Noregi.



Ísland var í þriðja styrkleikjaflokki fyrir dráttinn og að þessu sinni lentu strákarnir okkar í riðli með Danmörku, Ungverjalandi og Rússlandi og leikið verður í Malmö í Svíþjóð.




Leikjaplan strákana okkar verður því eftirfarandi:





11. janúar Danmörk – Ísland 15:00



13. janúar Ísland – Rússland 17:15



15. janúar Ísland – Ungverjaland 19:30