U-17 ára landslið kvenna tapaði fyrir Slóvakíu ytra í vináttulandsleik fyrr í dag.

Stelpurnar okkar áttu í miklum vandræðum með 5-1 vörn Slóvakíu sem náði fljótlega góðu forskoti, staðan í hálfleik 14-6 heimakonum í vil.

Í síðari hálfleik bættu Slóvakía ennþá í og náði mest 13 marka forskoti, 20-7 en þá náði íslenska liðið loks tökum á leiknum og átti fínan leik seinustu 20 mínúturnar. Lokatölur, 20-29 Slóvakíu í hag.

Markaskorarar Íslands:

Elín Rósa Magnúsdóttir 4, Hanna Karen Ólafsdóttir 3, Ásthildur Bjarkadóttir 3, Katrín Tinna Jensdóttir 3, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 2, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 2, Ída Margrét Stefánsdóttir 1, Úlfhildur Tinna Lárusdóttir 1, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 1.

Andrea Gunnlaugsdóttir varði 8 skot í leiknum og Lísa Bergdís Arnarsdóttir 1.

Liðin mætast aftur á morgun.