Strákarnir okkar unnu flottan 12 marka sigur á Japan fyrr í dag.

Íslenska liðið alltaf skrefi á undan í leiknum í dag, strákarnir komust í 6-1 eftir 10 mínúta leik. Þá gaf Japan aðeins í, staðan í hálfleik 12-7.

Strákarnir byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti var alltaf ljóst í hvað stefndi og endaði leikurinn með 12 marka sigri 28-16. Þjálfararnir náðu að dreifa álaginu vel þannig að allir fengu að spila mikið.


Markaskorarar Íslands:


Orri Freyr Þorkelsson 6, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 4, Sveinn José Rivera 3, Jakob Martin Ásgeirsson 2, Hafþór Már Vignisson 2, Hannes Grimm 2, Sigþór Gunnar Jónsson 2, Kristófer Andri Daðason 2, Darri Aronsson 1, Ásgeir Snær Vignisson 1, Gabríel Martinez Róbertsson 1, Elliði Snær Viðarsson 1, Eyþór Örn Ólafsson 1.

Á morgun leikur liðið til úrslita í mótinu gegn heimamönnum í Portúgal og hefst leikurinn kl 19 á íslenskum tíma.