Strákarnir okkar í U-17 ára landsliði karla mættu Tékkum og Svíum í dag í milliriðli á European Open í Gautaborg. 

Fyrri leikur dagsins var gegn Tékkum og var hann gríðarlega vel spilaður af okkar hálfu. Tékkarnir höfðu fyrir leikinn ekki tapað leik, líkt og Svíar á mótinu. Staðan í leikhléi var 14-14 eftir að Tékkar höfðu skorað tvö seinustu mörkin. Í síðari hálfleik höfðu okkar strákar alltaf yfirhöndina og uppskáru að lokum sanngjarnan sigur, 28-25.

Markaskor:

Arnór Viðarsson 10, Andri Már Rúnarsson 7, Jóhannes Berg Andrason 4, Símon Michael Guðjónsson 2, Benedikt Gunnar Óskarsson 2, Tryggvi Garðar Jónsson 1, Tryggvi Þórisson 1, Brynjar Vignir Sigurjónsson 1.

Markvarsla:

Brynjar Vignir Sigurjónsson 9 skot

Með þessum úrslitum varð Svíaleikurinn úrslitaleikur um sæti í úrslitum á mótinu. Okkar menn byrjuðu af krafti og komust í 3-0 áður en Svíarnir tóku við sér. Svíarnir höfðu frumkvæðið nær allan leikinn en þrátt fyrir mikla baráttu okkar manna, þá varð tap staðreynd 19-22. 

Markaskor:

Ísak Gústafsson 5, Arnór Viðarsson 4, Arnór Ísak Haddsson 3, Kristófer Máni Jónasson 2, Tryggvi Garðar Jónsson 2, Guðmundur Bragi Ástþórsson 1, Andri Már Rúnarsson 1, Tryggvi Þórsson 1.

Markvarsla:

Brynjar Vignir Sigurjónsson 12 skot.

Á mogun, föstudag leika strákarnir okkar um 3.sætið á mótinu. Á þessari stundu er ekki vitað hverjir verða mótherjarnir en leikurinn fer fram kl. 16:30 að íslenskum tíma í Scandinavium í Gautaborg. Leikurinn verður sýndur í beinni á www.ehftv.com.