Stelpurnar okkar töpuðu með 7 marka mun gegn Pólverjum á 4 landa móti í Zory í Póllandi í kvöld.

Leikurinn fór róleg af stað og var lítið skorað, staðan 6-6 eftir 23 mínútur. En þær pólsku voru sterkari á lokakafla fyrri hálfleiks sem skilaði þeim tveggja marka forystu í hálfleik, 7-9.

Pólska liðið hóf síðari hálfleikinn af miklum krafti og náði að byggja upp gott forskot sem íslenska liðið náði aldrei að brúa, lokatölur 17-24.

Markaskorarar Íslands:

Berta Rut Harðardóttir 8, Birta Rún Grétarsdóttir 3, Lena Margrét Valdimarsdóttir 2, Katla María Magnúsdóttir 1, Þóra María Sigurjónsdóttir 1, Anna Karen Hansdóttir 1, Auður Ester Gestsdóttir 1.

Íslenska liðið spilar á móti  heims- og Evrópumeisturum Rússlands á laugardag kl. 14.00 að íslenskum tíma,
beina útsendingu frá leiknum má finna HÉR.