Stelpurna í U19 unnu góðan sigur á Stóra Bretlandi í dag á EM kvenna í Búlgaríu.

 

Stelpurnar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 10-0 eftir 15 mínútna leik, og má þá segja að leikurinn hafi verið búinn. Staðan í hálfleik var 18-6.

 

Í seinni hálfleiknum hélt íslenska liðið áfram að keyra á fullu og var ekkert gefið eftir. Lokatölur 39-12.

Tinna Sól Björgvinsdóttir var valin maður leiksins í íslenska liðinu.

Stelpurnar lentu í þriðja sæti riðilsins og spila því umm 5-8 sætið í mótinu.

Fyrsti leikur liðsins verður á laugardaginn við Finnland kl.9:30 að íslenskum tíma.

Mörkin í leiknum skoruðu: Tinna Sól Björgvinsdóttir 8, Lena Margrét Valdimarsdóttir 6, Þóra María Sigurjónsdóttir 5, Katla María Magnúsdóttir 4, Auður Ester Gestsdóttir 4, Berta Rut Harðardóttir 4, Anna Karen Hansdóttir 3, Harpa María Friðgeirsdóttir 2, Birta Rún Grétarsdóttir 2, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1.

Sara Sif Helgadóttir varði 4 skot í markinu og Eva Dís Sigurðardóttir 3.