U-21 árs landslið karla tapaði fyrir Portúgal í jöfnum og spennandi leik í kvöld.

Strákarnir okkar mættu vel stemmdir til leiks og var jafnt á með liðunum fyrstu 20 mínúturnar. En íslenska liðið seig framúr seinustu mínúturnar í fyrri hálfleik og leiddi eftir 30 mínútur, 19-15.

Í síðari hálfleik virkaði íslenska liðið þreytt og voru Portúgalir betri á öllum sviðum leiksins, þeir komust fyrst yfir í stöðunni 22-23 og þrátt fyrir að strákarnir okkar gæfust aldrei upp voru það heimamenn sem voru sterkari á lokakaflanum og tryggðu sér sigur, 31-29.

Íslenska liðið hafnaði því í 2. sæti á mótinu, eftir sigur í fyrstu tveim leikjunum. Nú tekur við lokaundirbúningur liðsins fyrir HM á Spáni sem hefst um miðjan júlí.Markaskorarar Íslands:


Orri Freyr Þorkelsson 8, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 4, Elliði Snær Viðarsson 4, Sigþór Gunnar Jónsson 3, Darri Aronsson 3, Ásgeir Snær Vignisson 2, Gabríel Martinez Róbertsson 2, Kristófer Andri Daðason 1, Hafþór Már Vignisson 1, Jakob Martin Ásgeirsson 1.