Í gær fór fram fyrsti leikurinn í umspili kvennalandliðsins okkar gegn Spánverjum um laust sæti á HM 2019 og fór leikurinn fram á Malaga á Spáni.

Lokatölur í leiknum voru 35 – 26 en stelpurnar okkar átu erfiðan fyrri hálfleik gegn sterku landsliði Spánar. Hálfleikstölur voru 21 – 7 en í seinni hálfleik lék íslenska liðið betur og var með mun sterkari varnarleik og markvörslu.

Mörk Íslands leik í leiknum í gær skoruðu Þórey Rósa Stefánsdóttir 6 mörk, Karen Knútsdóttir 4, Eva Björg Davíðsdóttir 3, Sigríður Hauksdóttir 3, Steinunn Björnsdóttir 3, Thea Imani Sturludóttir 2, Helena Rut Örvarsdóttir 2, Arna Sif Pálsdóttir 1, Andrea Jacobsen 1, Rut Jónsdóttir 1.

Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 10 skot og Hafdís Renötudóttir 2 skot. 

Síðari leikur liðanna fer fram hér heima fimmtudaginn 6.júní kl. 19:45, miðasala á landsleikinn í Höllinni er hafin og hægt er að kaupa með því að smella
hér. Við hvetjum alla áhugamenn um handbolta til að mæta í Höllina og hvetja stelpurnar okkar til sigurs í þessum mikilvæga leik.