21 árs landslið karla tapaði í morgun gegn Noregi í þriðja leik sínum á heimsmeistaramótinu á Spáni. Norðmenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu 5-1 forystu eftir nokkurra mínútna leik. Staðan í hálfleik var 17-11 og í raun má segja Norðmenn hafi jafnt og þétt bætt í forystuna allt til loka leiks. Lokatölur urðu 29-19 og því miður fátt um fína drætti í leik íslenska liðsins í dag. Orri Freyr Þorkelsson var markahæstur Íslendinga með fjögur mörk en þeir Bjarni Ófeigur Valdimarsson og Elliði Snær Viðarsson gerðu þrjú mörk hvor. Næsti leikur Íslands er á morgun gegn Dönum og hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma og verður sýndur beint á SportTV.