
Grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda fer þessa dagana fram í Kisakallio í Finnlandi. Kisakallio er í næsta nágrenni við Helsinki, en þar hafa Finnar komið upp frábærri aðstöðu fyrir allt sem tengist íþróttum. Mótið hefur verið haldið árlega í rúm 60 ár og Reykjavík verið með síðan 2006.