Riðlakeppni Evrópumeistaramóts U-20 landsliða lauk í gær. Ísland endaði í 3. sæti í milliriðli 1 og spilar því um 5-8. sæti.

Ísland leikur við Dani, sem enduðu í 4. og neðsta sæti milliriðils 2, kl 11:00 í fyrramálið.

Danir, á heimavelli, ætluðu sér stóra hluti á þessu móti. Danir spiluðu í C-riðli mótsins ásamt Noregi, Hollandi og Makedóníu. Danir unnu fyrst Hollendinga,
31-24, og svo Makedóníu,
23-18, nokkuð þægilegir sigrar hjá þeim. Danir töpuðu hinsvear nokkuð óvænt fyrir Norðmönnum,
22-23, í lokaleik riðlakeppninnnar.

Danir, Norðmenn og Hollendingar enduðu öll með 4 stig eftir riðlakeppnina og réð markatala því úrslitum. Danir unnu riðilinn, Normenn í 2. sæti og Hollendingar í því þriðja. En þar sem Norðmenn unnu Dani, þá tóku Danir ekkert stig með sér í milliriðilinn.

Í milliriðlinum mættu Danir Þýskalandi og Króatíu. Danmörk vann Þýskaland,
27-26, en tapaði svo fyrir Króatíu, 32-29.

Danir enduðu því með 2 stig í milliriðli, Norðmenn enduðu líka með 2 stig og þar sem Norðmenn unnu Dani, þá enda Danir í neðsta sæti í milliriðli 2.

Danir enduðu í
4. sæti á EM fyrir 2 árum og
7. sæti á HM í fyrra.

Ísland rétt missti af sæti í undanúrslitum, með því að missa leikinn gegn Spánverjum í jafntefli. Íslensku strákarnir eru hinsvegar staðráðnir í að klára þetta mót með sæmd og ætla sér ekkert annað en sigur gegn gömlu herraþjóðinni.

Í hinum umspilsleiknum um 5-8. sæti leika Norðmenn og Pólverjar. Ísland mun svo spila við annaðhvort liðið um sæti á sunnudaginn.

Í undanúrslitum spila annarsvegar Spánn og Króatía og hinsvegar Þýskaland og Frakkland.

Allar upplýsingar um EM má finna á hér.

Stöðuna í mótinu og upplýsingar um alla leiki má sjá hér.

Leikurinn hefst kl 11:00 og beina útsendingu má nálgast hér.

Samfélagsmiðlarnir verða á sínum stað, 
Twitter
Instagram og 
Vine

Snapchat – u96.strakarnir