Ísland mætti Rússlandi í fyrsta leik riðlakeppni Evrópumeistaramóts U-20, lokatölur 32-31 fyrir Íslandi.

Jafnræði var með liðunum lengst af og munaði aldrei meira en 3 mörkum. Strákarnir lönduðu þó góðum sigri og eru því komnir með 2 stig í riðlinum.

Rússar byrjuðu leikinn betur en Íslendingar komust þó hægt og rólega inn í hann. Eftir 10 mín leik var staðan 5-6 fyrir Rússum, íslensku strákarnir tóku þó fljótlega góðan kafla og voru 12-9 yfir eftir 20 mínútur. Í hálfleik var staðan 15-13 fyrir Íslandi.

Jafnræði var á með liðunum í upphafi síðari hálfleiks og var staðan 21-19 eftir 40 mín. Eftir 50 mínútna leik var staðan 27-27 og allt í járnum. Lokamínúturnar voru gríðarlega spennandi en strákarnir héldu þó frumkvæðinu og lönduðu á endanum eins marks sigri, 32-31.

Næsti leikur er gegn silfurliði HM í Rússlandi, Slóvenum, á morgun kl 18:00.

Maður leiksins var valinn Ómar Ingi Magnússon.

Markaskorarar:

Ómar Ingi Magnússon – 8, Óðinn Þór Ríkharðsson – 7, Elvar Örn Jónsson – 6, Aron Dagur Pálsson – 3, Arnar Freyr Arnarsson – 2, Sigtryggur Rúnarsson – 2, Birkir Benediktsson – 1, Ýmir Örn Gíslason – 1, Hákon Daði Styrmisson – 1


Markvarsla:

Grétar Ari Guðjónsson – 11/39 (28%)

Einar Baldvin Baldvinsson – 3/6 (50%)